Ögmundur bíður eftir Jóhönnu

Ögmundur Jónasson.
Ögmundur Jónasson. Kristinn Ingvarsson

Ögmund­ur Jónas­son, þingmaður VG, seg­ir Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur for­sæt­is­ráðherra ekki hafa komið að máli við sig vegna hug­mynda um að hann snúi aft­ur í rík­is­stjórn. Ögmund­ur kveðst til­bú­inn að koma inn í stjórn­ina en full­yrðir þó að hann hafi ekki gert sér von­ir um nein­ar tíma­setn­ing­ar.

„Ég þarf að láta for­sæt­is­ráðherr­ann segja mér það áður en að ég segi af eða á í því efni.“

- Ef þú færð beiðni um að snúa aft­ur í rík­is­stjórn­ina, muntu þá taka boðinu?

„Já, já. Það hef­ur alltaf legið fyr­ir að ég vilji sitja í rík­is­stjórn­inni.“

- Mundu hafa sama aðstoðarmann og þú varst með sem heil­brigðisráðherra?

„Það hef­ur eng­in ákvörðun verið tek­in um það.“

- Hverj­ir hafa rætt við þig í kvöld?

„Jó­hanna, sem hef­ur þetta með hönd­um, hef­ur ekki talað við mig enn sem komið er.“

- Hafa ein­hverj­ir úr Sam­fylk­ing­unni komið að máli við þig í dag?

„Nei, enda er þetta á hendi for­sæt­is­ráðherra.“

- Gylfi Magnús­son, frá­far­andi viðskiptaráðherra, seg­ir það hafa legið lengi í loft­inu að það yrðu gerðar breyt­ing­ar á rík­is­stjórn­inni. Kem­ur þetta þér á óvart, að þessi upp­stokk­un skuli verða gerð núna?

„Nei. Hún kem­ur ekki á óvart. Ég segi eins og Gylfi Magnús­son að það hef­ur legið í loft­inu lengi að breyt­ing­ar yrðu gerðar á rík­is­stjórn­inni. Þannig að þetta hef­ur verið í kort­un­um í nokkuð lang­an tíma.“

- Hef­urðu þá átt von á því að snúa aft­ur í stjórn­ina fyr­ir ára­mót?

„Nei. Það hef­ur aldrei neitt fast verið í hendi og verður ekki fyrr en ég fæ að heyra það frá for­sæt­is­ráðherra.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert