Pirringur vegna nikóktínfíknar

Jón Gnarr.
Jón Gnarr. mbl.is/Eggert

„Þetta er ekki Sjálf­stæðis­flokkn­um að kenna held­ur mér, enn og aft­ur - að mestu leyti," sagði Jón Gn­arr, borg­ar­stjóri, á Sportrás­inni á Rás 2 í gær­kvöldi, þegar hann var spurður um færslu í Dag­bók borg­ar­stjóra á Face­book í síðustu viku.

Þar sagðist Jón ef­ast um að hann geti átt sam­vinnu við Sjálf­stæðis­flokk­inn. „Mér finnst ég sýna auðmýkt en fá lítið á móti nema töffara­gang, hroka og eða fá­læti, ég brosi, en fæ lítið til­baka," stóð í færsl­unni.

Jón sagði á Sportrás­inni, að hann hefði ný­lega hætt að nota nikó­tín­tyggjó eft­ir að hafa tuggið það í sex til sjö ár og sér hefði ekki liðið vel síðan. Sagðist Jón hafa verið háður nikó­tíni frá 13 ára aldri.

„Auðvitað er þetta líka svoldið Sjálf­stæðis­flokkn­um að kenna vegna þess að þetta er þannig flokk­ur, að þar er fullt af fólki, sem gef­ur sig út fyr­ir að vera ein­hverj­ir tals­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins og seg­ir ljótt um mig. Á ég að vera reiður út í þetta fólk eða á ég að vera reiður út í flokk­inn eða á ég að líta svo á að öll­um þess­um flokki fólks sé bara veru­lega í nöp við mig? Og þegar maður er ekki í til­finn­inga­legu jafn­vægi og það er búið að taka af manni nikó­tín­tyggjóið, þá..." sagði Jón. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka