Pósthúsi og banka lokað á morgun

Stöðvarfjörður.
Stöðvarfjörður. mbl.is/Steinunn Ásmundsdóttir

Póst- og fjarskiptastofnun hefur  í dag samþykkt beiðni Íslandspósts frá 22. júlí sl. um heimild til að loka póstafgreiðslu á Stöðvarfirði. Verður póstafgreiðslunni lokað á morgun, þann 1. september líkt og útibúi Landsbankans á staðnum.

Í erindinu kom fram að Íslandspóstur hafi starfrækt póstafgreiðslu í samstarfi við Landsbankann á Stöðvarfirði síðastliðin ár. Nú hafi bankinn hins vegar ákveðið að loka afgreiðslu sinni frá og með 1. september 2010. Taldi fyrirtækið að ekki væru viðskiptalegar forsendur fyrir því að starfrækja póstafgreiðslu áfram og óskaði því eftir að fá að loka eiginlegri afgreiðslu og bjóða þess í stað upp á þjónustu póstbíls.

Að mati Póst- og fjarskiptastofnunar benda tölur um fjölda afgreiðslna á staðnum til þess að notkun afgreiðslustaðarins hafi ekki verið það mikil að það geti réttlæt nauðsyn þess að hann sé rekinn í óbreyttri mynd, en ekkert er fram komið sem gefur tilefni til að vefengja umræddar tölur.
Jafnframt er það mat stofnunarinnar að sú þjónusta sem Íslandspóstur hyggst bjóða íbúum á Stöðvarfirði fullnægi gæðakröfum laga um póstþjónustu.

Ákvörðunin í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert