Verð að sjá hvernig mál æxlast

Fréttamenn og ráðherrabílar bíða utan við Stjórnarráðið í kvöld.
Fréttamenn og ráðherrabílar bíða utan við Stjórnarráðið í kvöld.

„Ég veit ekkert um þetta, verð bara að sjá hvernig málin æxlast," sagði Kristján L. Möller, samgönguráðherra, þegar hann kom af fundi með  Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, í forsætisráðuneytinu nú undir kvöld. Rætt er um breytingar á ríkisstjórninni. 

Kristján sagði við blaðamenn, þegar þeir spurðu hann frétta, að hann legði aldrei neitt mat á sína pólitísku stöðu.

Fyrir liggur, að utanþingsráðherrarnir Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra og Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra láta af störfum. Þá er rætt um að Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, komi á ný inn í ríkisstjórn, nú sem dómsmálaráðherra eða innanríkisráðherra. Í fréttum Stöðvar 2 og Sjónvarpsins voru vangaveltur um að Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, yrði efnahags- og viðskiptaráðherra.

Jóhanna Sigurðardóttur, forsætisráðherra, hefur nú síðdegis rætt við þingmenn og ráðherra Samfylkingarinnar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert