Vilja ræða álver í iðnaðarnefnd

Helguvík
Helguvík mbl.is/Rax

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í iðnaðarnefnd, Jón Gunnarsson og
Tryggvi Þór Herbertsson, hafa óskað eftir því að nefndin komi saman og ræði málefni álvers í Helguvík.

„Framkvæmdir vegna fyrirhugaðs álvers í Helguvík eru einn mikilvægasti þáttur í eflingu íslensks atvinnulífs á næstu mánuðum. Margt hefur orðið til að tefja þetta mikilvæga mál og nauðsynlegt að stjórnvöld geri allt sem í þeirra valdi stendur til að greiða fyrir jákvæðum lyktum málsins.

Í ljósi þeirrar alvarlegu stöðu sem málið er nú komið í óska undirritaðir eftir að boðað verði sem fyrst til fundar um það í iðnaðarnefnd Alþingis. Við óskum eftir að fulltrúar sveitarfélaga á svæðinu, þ.e. Garði, Grindavík, Reykjanesbæ, Sandgerði og Vogum verði boðaðir til fundarins auk fulltrúa Hs-orku, Magma, Norðuráls, Landsvirkjunar og Orkuveitunar," segir í tilkynningu frá þeim Jóni og Tryggva Þórs til fjölmiðla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert