„Ég biðst innilega afsökunar“

Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Þórunn Sveinbjarnardóttir. mbl.is/Golli

„Ég biðst innilega afsökunar. Það skiptir ekki máli hvort þetta var í beinni útsendingu eða ekki - maður á ekki að tala svona,“ sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, vegna orða sem hún lét falla að loknu viðtali við fréttamann RÚV í dag. 

Orðin féllu að loknu fréttaviðtali Ægis Þórs Eysteinssonar, fréttamanns Ríkisútvarpsins, sem var í beinni útsendingu. Enn var opið fyrir hljóðnemann þegar Þórunn heyrðist segja: „Segðu frænda þínum að hoppa upp í rassgatið á sér“.

Tilefnið var að maður nokkur gerði hróp að þeim þegar verið var að taka viðtalið og kallaði „óþjóðalýður“ í tvígang. Þórunn mun þá hafa tekið þátt í gríninu með fyrrgreindum orðum, að sögn fréttamannsins í samtali við fréttavefinn visir.is.

„Þetta datt upp úr mér. Það greip mig gamall pönkari sem býr innra með mér. En það svo sem afsakar ekki neitt. Fullorðið fólk á ekki að tala svona,“ sagði Þórunn í samtali við mbl.is nú síðdegis. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert