Fjórir á leiðinni út úr ríkisstjórn Jóhönnu

Árni Páll Árnason verður viðskiptaráðherra.
Árni Páll Árnason verður viðskiptaráðherra. mbl.is/Ernir

Verið er að leggja loka­hönd á breyt­ing­ar á rík­is­stjórn Íslands, sem m.a. fela í sér að þeir ráðherr­ar sem gjarn­an hafa verið nefnd­ir fagráðherr­ar, þau Ragna Árna­dótt­ir dóms­málaráðherra og Gylfi Magnús­son, efna­hags- og viðskiptaráðherra, láta af störf­um.

Bú­ist er við því að efna­hags­mál­in verði flutt frá viðskiptaráðuneyt­inu til fjár­málaráðuneyt­is­ins, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Morg­un­blaðsins. Jafn­framt að einn ráðherra verði sett­ur yfir sem vel­ferðarráðherra og yrði þannig yfir fé­lags­mála- og heil­brigðisráðuneyt­um, án þess að ráðuneyt­in yrðu sam­einuð þegar í stað. Og sömu­leiðis, að einn ráðherra verði sett­ur yfir sem inn­an­rík­is­ráðherra, sem fæli það í sér að einn og sami ráðherr­ann yrði yfir dóms­mála-, mann­rétt­inda- og sam­gönguráðuneyt­um, án þess að ráðuneyt­in yrðu þegar í stað sam­einuð.



Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert