Góðan daginn dagurinn í dag

„Góðan daginn“ dagurinn er í dag, að því er kemur fram á vef Reykjavíkurborgar. Þar segir, að á „Góðan daginn“ daginn eigi fólk að vera sérstaklega gott við náunga sinn og bjóða honum góðan daginn. Þetta sé gert til að auka náungakærleik og viðhalda góðri íslenskri hefð.

Segir á vefnum að útfærslan sé hverjum og einum í sjálfsvald sett, mestu máli skipti að vera almennilegur við fólk, brosa til þess og svo að sjálfsögðu bjóða því góðan daginn.

Jón Gnarr, borgarstjóri, sem boðaði Góðan daginn dag í stefnuræðu sinni þegar hann tók við embætti, gerði myndskeið í tilefni dagsins með sýnikennslu í hvernig bjóða eigi góðan daginn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert