Jóhanna: Viðræður langt komnar

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, er mætt á þingflokksfund Samfylkingarinnar. Hún segir að viðræður um breytingar á ráðherrum í ríkisstjórninni séu langt komnar. Ekki sé ljóst hvort niðurstaða liggi fyrir í dag varðandi skipan ráðuneyta en að öllum líkindum verði það ljóst áður en þing kemur saman á morgun.

Aðspurð segist Jóhanna komin á þingflokksfund til þess að ræða sjávarútvegsmál en útilokaði ekki að ráðherraskipti yrðu einnig til umræðu á fundinum.

Rætt er um að fjórir ráðherrar hætti í ríkisstjórn áður en þingfundur hefst klukkan 13:30 á morgun. Í þeirra stað komi tveir nýir ráðherrar. Er þar einkum talað um Guðbjart Hannesson og Ögmund Jónasson en að utanflokkaráðherrarnir, Gylfi Magnússon og Ragna Árnadóttir, hætti og einnig Kristján Möller og Álfheiður Ingadóttir.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra mbl.is/Kristinn Ingvarsson
Þingflokksfundur Samfylkingarinnar
Þingflokksfundur Samfylkingarinnar mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert