Ráðherraskipti á morgun

Steingrímur J. Sigfússon og Ögmundur Jónasson.
Steingrímur J. Sigfússon og Ögmundur Jónasson. Ómar Óskarsson

Þing­flokk­ur VG af­greiddi ekki til­lögu um breyt­ing­ar á ráðherra­skip­an flokks­ins á þing­flokks­fundi í dag. Þing­flokk­ur­inn mun hugs­an­lega koma sam­an aft­ur í kvöld eða fyrra­málið. Stefnt er að því form­lega verði gengið frá breyt­ing­um á rík­is­stjórn­inni á Bessa­stöðum á morg­un.

Ögmund­ur Jónas­son sagði eft­ir þing­flokks­fund VG að hann væri til­bú­inn til að taka sæti í rík­is­stjórn­inni á ný. Hvorki Ices­a­ve eða um­sókn Íslands um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu kæmi í veg fyr­ir það. Þau mál væru í eðli­leg­um far­vegi.

Þing­flokk­ur Sam­fylk­ing­ar sat einnig á löng­um fundi í dag. Til­laga um breyt­ing­ar á ráðherra­skip­an var ekki rædd á fund­in­um. Hins veg­ar hef­ur þing­flokk­ur­inn verið boðaður til fund­ar snemma í fyrra­málið þar sem þessi mál verða rædd.

Flokks­stjórn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar hef­ur verið boðuð til fund­ar kl. 10 í fyrra­málið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert