Sáttir við Steinunni Valdísi en ósáttir með Þorgerði Katrínu

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Stærstur hluti landsmanna er sáttur við þá ákvörðun Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, fyrrv. þingmanns Samfylkingarinnar, að segja af sér þingmennsku fyrr á þessu ári.

Ósáttir við Guðlaug Þór að segja ekki af sér

Að sama skapi er stór hluti landsmanna ósáttur við þá ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, að segja ekki af sér þingmennsku.

Þá er stór hluti landsmanna ósáttur við þá fyrirætlun Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, fyrrv. varaformanns Sjálfstæðisflokksins og ráðherra, að setjast aftur á þing núna í haust.

Þetta kemur fram í könnun MMR sem unnin var fyrir Viðskiptablaðið og fjallað er um á vef blaðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka