20 mál sett á oddinn

Ögmundur Jónasson við komuna á Bessastaði en hann er kominn …
Ögmundur Jónasson við komuna á Bessastaði en hann er kominn aftur inn í ríkisstjórn nú sem dóms- og mannréttindaráðherra mbl.is/Ómar Óskarsson

 Tutt­ugu mál verða sett á odd­inn hjá rík­is­stjórn Íslands á kom­andi vetri. Má þar meðal ann­ars nefna að áfram verði unnið að því að koma á stöðug­leika á vinnu­markaði og áfram­hald­andi sam­starf við hags­munaaðila. Heild­stæð orku­stefna samþykkt og ráðuneyt­um fækkað. 

 Lög sett um stjórn­un fisk­veiða sem byggja á niður­stöðu sátta­nefnd­ar. Ef ekki næst sam­komu­lag þá verði þjóðar­at­kvæðagreiðsla um kvóta­kerfið und­ir­bú­in.

Nú stend­ur yfir rík­is­ráðsfund­ur á Bessa­stöðum þar sem ný rík­is­stjórn kem­ur sam­an í fyrsta skipti. 

Árni Páll Árna­son sagði við blaðamann mbl.is við kom­una á Bessastaði að hann væri mjög sátt­ur við skipt­in en hann tek­ur við embætti efna­hags- og viðskiptaráðherra í dag.

Hér er hægt að lesa nán­ar um stefnu­mál nýrr­ar rík­is­stjórn­ar

Breytingar verða á skipan ríkisráðs í dag
Breyt­ing­ar verða á skip­an rík­is­ráðs í dag mbl.is/Ó​mar Óskars­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert