Aflað gagna vegna ECA

Keflavíkurflugvöllur var í eina tíð meðal stærstu herflugvalla í heimi. …
Keflavíkurflugvöllur var í eina tíð meðal stærstu herflugvalla í heimi. ECA hyggst þjálfa herflugmenn. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Í frétta­til­kynn­ingu frá aðstoðar­manni Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur for­sæt­is­ráðherra, í dag sagði að ekk­ert  sam­komu­lag hefði náðst milli stjórn­ar­flokk­anna um mál hol­lenska fyr­ir­tæk­is­ins ECA. Það vill fá að skrá æf­inga­herþotur sín­ar hér landi. Skilja mátti frétt á á vef sam­gönguráðuneyt­is­ins þannig að Flug­mála­stjórn væri að und­ir­lagi Kristjáns Möllers, frá­far­andi sam­gönguráðherra, að hefja und­ir­bún­ing að skrán­ingu.

 „Hér er ekki verið að hefja skrán­ingu sem slíka held­ur und­ir­bún­ing og svara spurn­ing­um áður en ákveðið verður að fara á næsta stig," seg­ir Kristján Möller. „Ég fór með þetta inn í rík­is­stjórn fyr­ir nokkr­um mánuðum og það var rætt en beðið um frek­ari gögn og sú gagna­vinna hef­ur átt sér stað und­an­farið. Fyr­ir 10-15 dög­um átti ég fund með Jó­hönnu og Stein­grími um þetta mál.

 Sam­komu­lag varð um að aðstoðarmaður minn og aðstoðarmaður Stein­gríms færu í frek­ari gagna­söfn­un, reyndu að svara ákveðnum spurn­ing­um og setja fram spurn­ing­ar sem myndu vakna og skila okk­ur þessu, þá yrði hægt að fara með þetta á næsta stig."

 Kristján seg­ist hafa rætt þessi mál á fundi  með bæði Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur for­sæt­is­ráðherra og Stein­grími J. Sig­fús­syni fjár­málaráðherra á þriðju­dag. Jó­hanna hafi þá spurt sig hvort hann væri ekki bú­inn að senda bréf með beiðni um frek­ari gagna­öfl­um til Flug­mála­stjórn­ar og hann hafi svarað því ját­andi.  

Ögmund­ur Jónas­son, nýr ráðherra sam­göngu­mála, seg­ist aðspurður halda að um ein­hvern mis­skiln­ing sé að ræða. En hann muni þegar í stað setja sig inn í málið.  Vinstri græn hafa áður lýst mikl­um efa­semd­um um beiðni ECA. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert