Erum að snúa vörn í sókn

Ögmundur Jónasson og Árni Páll Árnason á Alþingi í dag.
Ögmundur Jónasson og Árni Páll Árnason á Alþingi í dag. mbl.is/Ómar

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagðist á Alþingi í dag ekki trúa öðru en að stjórnarandstaðan gladdist með stjórnarflokkunum um að tekist hefði að snúa vörn í sókn í efnahagsmálum. 

Sagði Steingrímur að landið væri að rísa og það sem muni reynast Íslendingum dýrmætast sé, að viðsnúningurinn, hagvöxturinn, hafi komið hálfu ári fyrr en reiknað var með. 

Hins vegar sé augljóst, að framundan sé glíma við mikla erfiðleika. Ísland ætti langt í land að endurheimta sinn efnahagslega styrk og lífskjör.  Áfram þurfi anda samstarfs og samvinnu á Íslandi milli stjórnmálaflokka, stjórnar og stjórnarandstöðu og við hagsmunasamtök og aðila vinnumarkaðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert