Guðbjartur verði ráðherra

Guðbjartur Hannesson svarar spurningum blaðamanna í þinghúsinu í gær.
Guðbjartur Hannesson svarar spurningum blaðamanna í þinghúsinu í gær. Árni Sæberg

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, lagði samkvæmt heimildum mbl.is til á þingflokksfundi Samfylkingarinnar, að Guðbjartur Hannesson verði nýr ráðherra flokksins og að Kristján L. Möller hætti sem samgönguráðherra.

Þá lagði Jóhanna einnig til, að Árni Páll Árnason skipti um ráðherraembætti og verði efnahags- og viðskiptaráðherra en Guðbjartur taki við félags- og tryggingaráðuneyti.  Er þetta í samræmi við það sem kom fram í Morgunblaðinu í gær.

Flokksstjórn Samfylkingarinnar hefur verið boðuð til fundar klukkan 10 í dag. Ríkisráðsfundur hefur verið boðuð klukkan 11:30.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, og Lúðvík Geirsson, fyrrverandi …
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, og Lúðvík Geirsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði, koma til flokksstjórnarfundar. mbl.is/Ómar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka