Hún var ófögur sjónin sem blasti við fólki sem var á ferð við Hálslón um síðustu helgi. Veiðimenn sem þar höfðu verið á ferð skildu mjög ósmekklega við, hirtu bringurnar og skildu gæsahræin eftir.
„Slík aðkoma er mjög ljót og ekki til að bæta mynd almennings af veiðimönnum og veiðum,“ segir á vef Umhverfisstofnunar.
Af þessu gefna tilefni vill stofnunin minna veiðimenn á að ganga vel um auðlindina og stilla veiðum í hóf. Einnig eru veiðimenn hvattir til að nýta bráðina sem best.