Lausar kennslustofur fjarlægðar

Kennslustofurnar sem komið var fyrir við Vesturbæjarskóla.
Kennslustofurnar sem komið var fyrir við Vesturbæjarskóla. mbl.is/Jakob Fannar

Ákveðið hefur verið í samráði við foreldra barna í Vesturbæjarskóla, skólastjóra og stjórnendur frístundaheimilis skólans, að færa frístundastarf yngstu bekkjardeildanna inn í skólann. Verða færanlegar kennslustofur, sem fluttar voru á skólalóðina í síðustu viku, því fjarlægðar.

Foreldrar gagnrýndu harðlega þegar stofurnar voru fluttar á skólalóðina. Í  Þegar ljóst var hversu mikið af leiksvæði barnanna fór undir bráðabirgðarhúsnæðið lögðust skólastjórnendur, kennarar og stjórnendur frístundanheimilisins á eitt um að finna betri lausn fyrir nemendur á þessu skólaári.

Frístundastarf yngstu bekkjardeildanna verður nú flutt inn í skólann og færanlegu kennslustofurnar verða fluttar af skólalóðinni á næstu dögum. 

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg er haft eftir Jóni Gnarr, borgarstjóra, að það sé fagnaðarefni að náðst hafi farsæl lausn á málinu. „Það sem mestu máli skiptir er að hagsmunir barnanna séu hafðir að leiðarljósi. Þeirra þarfir eiga ávallt að vera í fyrirrúmi hvort sem það er í starfi eða leik,“ segir Jón í tilkynningunni.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert