Lyklaskipti í heilbrigðisráðuneyti

Áfheiður Ingadóttir afhendir Guðbjarti Hannessyni lyklavöldin að heilbrigðisráðuneytinu.
Áfheiður Ingadóttir afhendir Guðbjarti Hannessyni lyklavöldin að heilbrigðisráðuneytinu. mbl.is/Ómar

Guðbjartur Hannesson, nýr heilbrigðisráðherra, tók í dag við lyklavöldum í heilbrigðisráðuneytinu úr hendi Álfheiðar Ingadóttur, sem lét af embætti heilbrigðisráðherra í dag.

Guðbjartur var kjörinn á Alþingi fyrir Samfylkinguna í kosningum 2007 fyrir Norðvesturkjördæmi og var endurkjörinn í kosningum í fyrravor fyrir sama kjördæmi. Guðbjartur var forseti Alþingis frá 2009-2010. Hann sat í félags- og tryggingamálanefnd 2007-2009 og var kjörinn formaður 2009. Þá var hann kjörinn formaður fjárlaganefndar á síðasta ári. 

Guðbjartur lauk kennaraprófi frá KÍ 1971. Hann lauk tómstundakennaraprófi frá Seminariet for Fritidspædagoger, Vanløse, í Danmörku 1978. Hann stundaði framhaldsnám í skólastjórn KHÍ 1992-1995 og lauk meistarapróf frá kennaraskóla Lundúnaháskóla árið 2005.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert