Markmiðið mun betri samningur

Fundað verður um Icesave samningana í Hollandi í dag og …
Fundað verður um Icesave samningana í Hollandi í dag og á morgun. reutres

Viðræðunefnd­ir Íslands, Bret­lands og Hol­lands funda um Ices­a­ve-mál­efni í Hollandi í dag og á morg­un.

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins mun ís­lenska samn­inga­nefnd­in ein­fald­lega leggja áherslu á að fá mun betri samn­ing en þeir samn­ing­ar sem hafa hingað til staðið til boða.

Form­leg­ir fund­ir hafi ekki farið fram síðan í júlí en menn hafi verið í sam­bandi og viðræður síðan þá hafi frek­ar snúið að formi samn­ings­ins. Nú eigi hins veg­ar að láta reyna á efni hans. Það sé ekki full­reynt hvort hægt er að ná sam­an um samn­ing. Hingað til hafa samn­ingaviðræður vegna Ices­a­ve-inn­stæðna strandað á end­ur­greiðslu­kjör­um.


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert