Mikil fjölgun viðskiptavina frá bankahruni

Úr afgreiðslu Sparisjóðsins í Reykjahlíð.
Úr afgreiðslu Sparisjóðsins í Reykjahlíð. mbl.is/Birkir

Viðskiptavinum Sparisjóðs Suður-Þingeyinga hefur fjölgað verulega frá hruni bankakerfisins síðla árs 2008.

Guðmundur E. Lárusson sparisjóðsstjóri segir 1.200 umsóknir um bankaviðskipti hafa verið afgreiddar frá þeim tíma. Nýir viðskiptavinir komi ekki einungis af eiginlegu markaðssvæði sparisjóðsins, heldur hvaðanæva að af landinu.

Einnig hafi töluverðir fjármunir verið færðir þangað inn úr öðrum fjármálastofnunum. Stærð efnahagsreikningsins í dag er um 7,6 milljarðar, og eru stofnfjáreigendur um 250 talsins, að því er fram kemur í viðskiptablaði Morgublaðsins í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert