Nýir ráðherrar í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hafa verið formlega skipaðir á ríkisráðsfundi. Á leið sinni út af fundinum gaf Steingrímur J. Sigfússon sig á tal við fréttamenn.
Hann sagði nýja ráðherraskipan vera til merkis um styrk ríkisstjórnarinnar. Þá kvað hann fækkun ráðuneyta styrkja stöðu ríkisstjórnarinnar.
Ögmundur Jónasson sagði að loknum ríkisráðsfundi að hann hafi viljað verða ráðherra frá því hann óskaði lausnar fyrir ellefu mánuðum síðan. Hann sagði að IceSave-málið væri nú komið í farveg sem þessi ríkisstjórn ætti að geta fundið lausn á. Aðspurður um af hverju hann taki aftur sæti í ríkisstjórn sem hann hafi áður sagt sig úr kvaðst hann hafa verið reiðubúinn að „láta af embætti, en ekki skoðunum sínum.“