Þingflokksfundi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs er lokið en þar var fjallað um breytingar á ráðherraembættum flokksins.
Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, sagði það eitt eftir fundinn að tillaga hans hefði verið samþykkt samhljóða og mikill einhugur hefði ríkt á fundinum. Hann vildi hins vegar ekki upplýsa hver tillagan hefði verið.
Samkvæmt öruggum heimildum mbl.is var lagði Steingrímur til á fundinum, að að Ögmundur Jónasson verði ráðherra í stað Álfheiðar Ingadóttur.