Ósátt við ráðherravalið

Guðbjartur Hannesson svarar spurningum blaðamanna í þinghúsinu í gær.
Guðbjartur Hannesson svarar spurningum blaðamanna í þinghúsinu í gær. mbl.is/Árni Sæberg

Búist var við að tillögur Jóhönnu Sigurðardóttur, formanns Samfylkingarinnar, um breytta ráðherraskipan myndu auðveldlega hljóta brautargengi, en samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins ríkir ekki einhugur um skipan Guðbjarts Hannessonar. Kynjahlutfallið yrði þá ekki lengur jafnt í ráðherraliðinu og því kemur til álita að Oddný Harðardóttir komi ný inn í ríkisstjórn ásamt Ögmundi Jónassyni í stað Guðbjarts.

Ljóst þykir að Gylfi Magnússon, Ragna Árnadóttir og Álfheiður Ingadóttir hverfi úr ríkisstjórn í dag.

Þingflokkar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna funduðu í gær og ræddu meðal annars nýja ráðherraskipan.

Þá boðaði Jóhanna Sigurðardóttir flokksstjórnarfund sem hefst klukkan tíu í dag, en aðeins eitt mál er á dagskrá fundarins, áform um breytingar á ríkisstjórn.

Þingflokkar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna munu funda um ráðherraskipan í dag fyrir ríkisráðsfundinn sem haldinn verður á Bessastöðum klukkan hálftólf, en þar verður ný ríkisstjórn formlega ákveðin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka