Segja ekkert samkomulag um herþotur

Keflavíkurflugvöllur.
Keflavíkurflugvöllur.

Forsætisráðherra og fjármálaráðherra segja, að ekkert samkomulag sé til staðar um að samgöngu- og sveitastjórnaráðherra veiti Flugmálastjórn heimild til að undirbúa skráningu herþotna hollenska fyrirtækisins ECA Program.

Fram kom á vef samgönguráðuneytisins í dag, að  Kristján L. Möller, sem lét í dag af embætti samgönguráðherra, hefði veitt flugmálastjóra heimild til að hefja undirbúning á skráningu loftfara fyrir hollenska fyrirtækið.

Í athugasemd frá forsætisráðherra og fjármálaráðherra segir, að í gildi sé samkomulag á milli flokkanna um framhald málsins sem unnið var af astoðarmönnum fjármálaráðherra og fv. samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra sem gerir ráð fyrir að Flugmálastjórn upplýsi um titekin atriði sem verði lögð til grundvallar við framhald málsins.

Nýr samgöngu- og sveitastjórnaráðherra, Ögmundur Jónasson, muni kynna sér stöðu málsins og vinna það áfram að í samræmi við samkomulag stjórnarflokkanna.

Á vef samgönguráðuneytisins segir, að starfsemi hollenska félagsins eigi að geta skapað allt að 150 störf til lengri tíma en um 200 störf á uppbyggingartímanum sem gæti hafist strax á þessu ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert