Tillaga um breytingar samþykkt

Flokksstjórn Samfylkingarinnar samþykkti í dag þá tillögu Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, að Guðbjartur Hannesson, alþingismaður, taki sæti í ríkisstjórninni og að Kristján L. Möller, samgönguráðherra, víki.

Jóhanna sagði eftir fundinn, að það væri alltaf erfitt að gera svona breytingar og eftirsjá væri að góðu fólki. En verið væri að fækka ráðherrum og mikilvægt að ríkisstjórnin sýni gott fordæmi á niðurskurðartímum. 

Jóhanna sagði aðspurð, að breytt ríkisstjórn eigi að gefa skilað góðu verki og komið mikilvægum málum í gegn. 

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, svarar spurningum fjölmiðla eftir flokksráðsfund í dag.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, svarar spurningum fjölmiðla eftir flokksráðsfund í dag. mbl.is/Ómar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert