5 slösuðust í alvarlegu bílslysi í nótt

Bíllinn var illa farinn og farþegar slasaðir eftir að hafa …
Bíllinn var illa farinn og farþegar slasaðir eftir að hafa kastast fram af Kringlumýrarbraut niður á Nýbýlaveg. Morgunblaðið/Júlíus

Alvarlegt bílslys varð í Kópavogi á öðrum tímanum í nótt. Ökumaður sem var á leið suður Hafnarfjarðarveg með 4 farþega missti stjórn á bílnum í Fossvogi. Ók hann upp á vegrið sem skilur akreinarnar að og hentist bíllinn fram af brúnni niður á Nýbýlaveg þar sem hann valt niður grasbrekku og  staðnæmdist upp á rönd í vegkantinum.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lokaði Hafnarfjarðarvegi um tíma í báðar áttir og einnig Nýbýlaveg í báðar áttir meðan á björgunaraðgerðum stóð og á meðan slysið var rannsakað af lögreglu og rannsóknarnefndar umferðarslysa. Að sögn lögreglu var aðkoman mjög ljót og þurfti að kalla út tækjabíll slökkviliðs og klippa bílinn í sundur til að ná fólkinu út. Farþegarnir 5 voru allir fluttir á slysadeild Landspítalans, þar af voru 2 taldir alvarlega slasaðir að sögn lögreglu.

Þetta varð upphafið að langri og annasamri nótt fyrir lögreglu þar sem töluvert mikið var um útköll, bæði vegna ónæðis í heimahúsum og vegna innbrota. Þá voru 2 stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert