Erfitt að spá um gengið

Ólaf­ur Ísleifs­son, lektor í hag­fræði við Há­skól­ann í Reykja­vík, tel­ur nær úti­lokað að spá fyr­ir um gengi krón­unn­ar fram að ára­mót­um. Ólaf­ur bend­ir á að gengi gjald­miðils­ins, sem sé í „önd­un­ar­vél gjald­eyr­is­hafta“, fylgi ekki markaðsaðstæðum eins og fljót­andi gjald­miðlar. 

Gengi krón­unn­ar styrkt­ist um rúmt 1% í dag á milli­banka­markaði með gjald­eyri og um 0,7% í gær. Frá ára­mót­um hef­ur krón­an hækkað um rúm 11%.

Aðspurður um þjóðhags­leg áhrif geng­is­styrk­ing­ar­inn­ar seg­ir Ólaf­ur að höfuðstóll er­lendra lána lækki. Þá eigi inn­flutt­ar vör­ur að lækka í verði sem ætti að leiða til kaup­mátt­ar­aukn­ing­ar hjá al­menn­ingi.

Á hinn bóg­inn fái inn­flytj­end­ur minna fyr­ir vör­ur sín­ar að óbreyttu.

„Gengi krón­unn­ar hef­ur verið mjög lágt á sögu­leg­an og efna­hags­leg­an mæli­kv­arða. Það dylst eng­um hug­ur um það að hvaða gengi sem er norðan við 200 í vísi­tölu, svo við nefn­um það sem grófa viðmiðun, er nátt­úru­lega mjög lágt gengi á krón­unni í sögu­legu sam­hengi og í ljósi þeirra raun­geng­is­mæli­kv­arða sem helst eru lagðir til grund­vall­ar.“

Óvenju­leg­ar aðstæður 

- Tel­urðu svig­rúm til frek­ari styrk­ing­ar á krón­unni?

„Ég er í fyrsta lagi ekki viss um að gengi krón­unn­ar sé markaðsákv­arðað. Gengið ræðst að ein­hverju leyti af stjórn­valdsákvörðunum. Að minnsta kosti eru aðilar á þess­um markaði fáir og viðskipti iðulega afar lít­il.“

Ólaf­ur legg­ur áherslu á óvenju­leg­ar aðstæður í geng­is­skrán­ing­unni.

„Krón­an er ekki venju­leg­ur gjald­miðill. Hún er í önd­un­ar­vél gjald­eyr­is­hafta þannig að það er þýðing­ar­laust að ræða um verðmynd­un á henni eins og ef um fljót­andi gjald­miðil væri að ræða með virkri verðmynd­un.“

Þrír meg­inþætt­ir

- Að því gefnu að gjald­miðill­inn sé í önd­un­ar­vél. Tel­urðu að gengið geti styrkst frek­ar?

„Já, það er hugs­an­legt. Það gildi sem vísi­tal­an tek­ur er ef til vill niðurstaðan af þrem­ur meg­inþátt­um. Viðskipti með krón­una á markaði hafa ákveðna þýðingu en að öðru leyti sýn­ist skrán­ing krón­unn­ar að um­tals­verðu leyti vera stjórn­valdsaðgerð.

Gjald­eyr­is­höft­in gera að verk­um að ekki er hægt að bera verðmynd­un krón­unn­ar eins og hún birt­ist í vísi­töl­unni eða í dag­legu gengi sam­an við gengi  á gjald­miðlum sem ákv­arðast á virk­um og óheft­um gjald­eyr­is­markaði.

Fyr­ir það er ekki að synja að ótíma­bært af­nám gjald­eyr­is­hafta gæti leitt af sér um­tals­vert fall á gengi krón­unn­ar,“ seg­ir Ólaf­ur Ísleifs­son hag­fræðing­ur.

Ólafur Ísleifsson hagfræðingur.
Ólaf­ur Ísleifs­son hag­fræðing­ur.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert