Glerbrot um allt húsið

Þessi mynd er fengin af Twitter-síðu en hún var endurbirt …
Þessi mynd er fengin af Twitter-síðu en hún var endurbirt á vef New Zealand Herald.

„Við erum að upp­lifa eft­ir­skjálfta núna. Við vöknuðum í nótt í kring­um 20 mín­út­ur í fimm við öfl­ug­an skjálfta,“ seg­ir Svava Krist­ins­dótt­ir hús­móðir um upp­lif­un sína af jarðskjálft­an­um í Christchurch á Nýja-Sjálandi. Raf­magns­laust er í hverf­inu þar sem Svava býr og eru gler­brot um allt hús.

Svava er gift Hilm­ari Kjart­ans­syni, lækni á bráðamót­töku í borg­inni, en sam­an eiga þau börn­in Birnu Líf og Árna Krist­inn.

Svava, sem á von á sínu þriðja barni, seg­ir þau hjón­in hafa vaknað upp með and­fæl­um og hlaupið til barna sinna til að at­huga hvort þau væru óhult.

Þau hafi síðan komið sér fyr­ir und­ir dyrakarm­in­um í for­stof­unni og beðið á meðan hrin­an reið yfir.

„Það fyrsta sem maður ger­ir er að hlaupa og at­huga með börn­in sín. Við fór­um strax af stað og náðum í þau inn í her­bergi. Við reynd­um svo að finna okk­ur ein­hvern ör­ugg­an stað og var fyrsti staður­inn dyrakarm­ur­inn. Svo kíkt­um við á ná­granna okk­ar en flest­ir virðast vera í góðu lagi. Fólk er mjög hissa. Þetta tók svo­lítið lang­an tíma að manni fannst en það er kannski ekki að marka. Börn­in eru enn þá svo­lítið hrædd.

Það rigndi mikið af gler­brot­um út um allt hús. Bæk­ur og aðrir mun­ir hrundu úr hill­un­um. Það er raf­magns­laust í ná­grenn­inu,“ seg­ir Svava en fjöl­skyld­an býr í gömlu ein­býl­is­húsi úr timbri.

Af fréttavefsíðu The Press.
Af frétta­vefsíðu The Press.
Frá Christchurch.
Frá Christchurch.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert