Heimsmet í aflabrögðum

Sirrý ÍS.
Sirrý ÍS.

Áhöfn Sirrýar ÍS frá Bolungarvík er sögð hafa sett heimsmet smábáta í aflabrögðum á nýliðnu fiskveiðiári en heildarafli bátsins var 1729 tonn.

Fyrra heimsmetið átti áhöfn Guðmundar Einarssonar ÍS, einnig frá Bolungarvík, sem veiddi 1500 tonn á fiskveiðiárinu 2005/2006. Áhöfn bátsins bætti raunar metið á nýliðnu fiskveiðiári en aflinn var þá um 1600 tonn. Þetta kemur fram á vefnum vikari.is.

Fram kemur á vefnum, að aflann fékk Sirrý í 297 róðrum og var meðaltalið því 5,8 tonn.  Mestur varð aflinn í janúar, 224 tonn, þar sem meðaltal á hvern bala var 235 kg.

Á Sirrý eru 3 í áhöfn, 2 á sjó og einn hvílir 2 daga í senn.  Við beitningu starfa 8 manns. Skipstjóri á Sirrý ÍS er Sigurgeir Steinar Þórarinsson.

Haft er eftir Sigurgeir á vef Landssambands smábátaeigenda, að það sé honum efst í huga eftir árið hversu óhemjumikið sé af góðum þorski. Hann hafi hins vegar  áhyggjur af steinbítnum, „við veiddum nánast eingöngu mjög stóran steinbít, en urðum vart varir við smáan“, sagði Sigurgeir.   

Vefur Landssambands smábátaeigenda

Vikari.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert