Jóhanna í heimsókn til Færeyja

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir. mbl.is/Ómar

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sækir Færeyinga heim í næstu viku. Mun hún meðal annars ræða við Kaj Leo Johannesen, lögmann Færeyja.

Fram kemur á vef færeyska útvarpsins, að Jóhanna mun koma til Færeyja á mánudagskvöld og á þriðjudag mun hún m.a. skoða sig um í Þórshöfn og Kirkjubæ. Hún mun síðan eiga fund með Kaj Leo á mánudagsmorgun og þau halda blaðamannafund í Tinganesi. Jóhanna mun síðan halda heim síðdegis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert