Brotist var inn í verslun í Hveragerði í nótt og stolið miklu af lopapeysum og útivistarfatnaði, sem þar er seldur. Þjófarnir brutu upp útidyrahurð verslunarinnar, sem snýr út að götu, og létu greipar sópa.
Að sögn Friðriks Sigurðssonar, eiganda verslunarinnar Kiano, er um að ræða milljónatjón. Innbrotið uppgötvaðist í morgun þegar eigendur komu til vinnu og ætluðu að opna verslunina.
Friðrik hefur eftir lögreglu að hugsanlega hafi fötunum verið stolið með það fyrir augum að senda þau úr landi og koma þeim þannig í verð en einnig sé hugsanlegt að þjófarnir reyni að selja fötin hér á landi. Vill Friðrik biðja fólk að hafa vara