Mikil fækkun í þjóðkirkjunni

Margir sögðu sig úr þjóðkirkjunni í ágúst
Margir sögðu sig úr þjóðkirkjunni í ágúst mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nettó­fækk­un í Þjóðkirkj­unni er um 2.900 á tíma­bil­inu frá 1. des­em­ber til 31. ág­úst flest­ir breyt­ing­ar á trú­fé­lagsaðild eru skráðar í nýliðnum ág­úst­mánuði. Alls skiptu 3.374 ein­stak­ling­ar um trú­fé­lag eða skráðu sig utan trú­fé­laga á tíma­bil­inu.

Fleiri karl­ar en kon­ur gengu úr þjóðkirkj­unni

Þjóðskrá Íslands hef­ur tekið sam­an töl­ur um skráðar breyt­ing­ar á trú­fé­lagsaðild sem til­kynnt­ar hafa verið það sem af er ár­inu 2010. Breyt­ing­ar eru lang­mest­ar í ág­úst­mánuði síðastliðnum.

„Nettó­fækk­un í Þjóðkirkj­unni er um 2.900 á tíma­bil­inu frá 1. des­em­ber til 31. ág­úst. Flest­ar breyt­ing­ar á trú­fé­lagsaðild eru skráðar í nýliðnum ág­úst­mánuði. Nettófjölg­un er um 550 í frí­kirkj­un­um þrem­ur, um 170 í öðrum skráðum trú­fé­lög­um og um 2.170 utan trú­fé­laga. Fleiri karl­ar en kon­ur hafa sagt sig úr Þjóðkirkj­unni og fleiri með lög­heim­ili á höfuðborg­ar­svæðinu en ann­ars staðar. Breyt­ing­arn­ar ná til allra ald­urs­flokka,“ að því er seg­ir á vef Þjóðskrár Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert