Mikil fækkun í þjóðkirkjunni

Margir sögðu sig úr þjóðkirkjunni í ágúst
Margir sögðu sig úr þjóðkirkjunni í ágúst mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nettófækkun í Þjóðkirkjunni er um 2.900 á tímabilinu frá 1. desember til 31. ágúst flestir breytingar á trúfélagsaðild eru skráðar í nýliðnum ágústmánuði. Alls skiptu 3.374 einstaklingar um trúfélag eða skráðu sig utan trúfélaga á tímabilinu.

Fleiri karlar en konur gengu úr þjóðkirkjunni

Þjóðskrá Íslands hefur tekið saman tölur um skráðar breytingar á trúfélagsaðild sem tilkynntar hafa verið það sem af er árinu 2010. Breytingar eru langmestar í ágústmánuði síðastliðnum.

„Nettófækkun í Þjóðkirkjunni er um 2.900 á tímabilinu frá 1. desember til 31. ágúst. Flestar breytingar á trúfélagsaðild eru skráðar í nýliðnum ágústmánuði. Nettófjölgun er um 550 í fríkirkjunum þremur, um 170 í öðrum skráðum trúfélögum og um 2.170 utan trúfélaga. Fleiri karlar en konur hafa sagt sig úr Þjóðkirkjunni og fleiri með lögheimili á höfuðborgarsvæðinu en annars staðar. Breytingarnar ná til allra aldursflokka,“ að því er segir á vef Þjóðskrár Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert