Minningarhella um Helga Hóseasson afhjúpuð

Helgi Hóseasson.
Helgi Hóseasson. mbl.is/Brynjar Gauti

Eitt ár verður á mánu­dag liðið frá and­láti Helga Hóseas­son­ar og af því til­efni verður af­hjúpuð minn­ing­ar­hella þar sem hann stóð oft við gatna­mót Lang­holts­veg­ar og Holta­veg­ar í Reykja­vík.

Hóp­ur manna ætl­ar að ganga frá heim­ili Helga við Skipa­sundi 48 þenn­an dag klukk­an 17:50 að gatna­mót­un­um þar sem stutt at­höfn fer fram klukk­an 18.

Að upp­setn­ingu hell­unn­ar standa Van­trú og Face­book-hóp­ur um minn­is­varða um Helga Hóseas­son. Þór Sig­munds­son, steinsmiður, hannaði hell­una en vinna við hana og efni er gjöf frá steinsmiðjunni S. Helga­son. Hell­unni er komið fyr­ir með góðfús­legu leyfi og aðstoð borg­ar­yf­ir­valda.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka