Óskar eftir fundi vegna nýrra hagtalna

Tryggvi Þór Herbertsson
Tryggvi Þór Herbertsson mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur í tilefni af nýbirtum hagtölum Hagstofunnar sem sýna mikinn samdrátt í landsframleiðslu og fjárfestingu, þvert á yfirlýsingar forsætis og fjármálaráðherra, óskað eftir að efnahags- og skattanefnd verði kölluð saman eins fljótt og auðið er.

„Ef fram heldur sem horfir blasir við mun verri staða í efnahagsmálum þjóðarinnar en nokkurn óraði fyrir og þörf var á. Ráðamönnum virðist ekki vera kunnugt um stöðuna ef marka má ummæli þeirra í umræðum um efnahagsmál í þingsölum í gær.

Um 22.500 störf hafa tapast á síðustu tveim árum og ekki bólar á neinum aðgerðum til atvinnusköpunar. Brýnt er að nefndin fjalli um hvort þörf sé á einhverjum sérstökum aðgerðum Alþingis til að mæta þeim fréttum sem hagtölur Hagstofunnar bera með sér.
 
Óskað er eftir að fulltrúi Hagstofu, Seðlabanka, efnahagsráðherra og fjármálaráðherra mæti á fundinn," samkvæmt upplýsingum frá Tryggva Þór.
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka