Árangurslausir fundir

mbl.is/Ómar

Enginn árangur varð af fundum samninganefnda Íslands, Hollands og Bretlands um Icesave í Haag í Hollandi sem lauk í gær.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir greinilegt að lítil breyting hafi orðið á viðhorfi Breta og Hollendinga. Ef ekkert nýtt gerist í málinu stefni í að það fari til dómstóla.

„Það er greinilegt að það hefur lítið breyst í viðhorfum Breta og Hollendinga. Að óbreyttu hlýtur málið að sigla í þennan farveg hjá ESA og síðan til dómstólanna. Það er ekkert áhyggjuefni að mínu mati,“ segir Bjarni um niðurstöðu fundanna.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að flest bendi til að lítil tíðindi hafi orðið á fundinum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert