Birgitta vill að Assange víki

Birgitta á mótmælafundi.
Birgitta á mótmælafundi. mbl.is/Ómar

Birgitta Jónsdóttir, þingkona stjórnmálaflokksins Hreyfingarinnar, vill að Julian Assange, stofnandi og forvígismaður WikiLeaks-vefsíðunnar, stígi til hliðar meðan ásakanir á hendur honum um nauðgun hafi verið rannsakaðar til hlítar. Frá þessu greinir New York Post í dag.

Í frétt Post kemur fram að Birgitta styðji starfsemi síðunnar en vilji að einhver annar fari fyrir hennar meðan rannsókn stendur yfir. Sænski ríkissaksóknarinn hóf að nýju rannsókn málsins í vikunni en henni hafði verið hætt.

„Persónuleg málefni [Assange] ættu ekkiað hafa nein áhrif á WikiLeaks. Ég hef lagt hart að honum að einbeita sér að þeirri lögfræðilegu stöðu sem hann tekst nú á við og láti aðra taka við keflinu,“ hefur Post eftir Birgittu. „Ég er Julian ekki reið en þetta er mál sem augljóslega er farið úr böndunum.“

Enn sem komið er hefur Assange neitað að draga sig í hlé vegna málsins.

Von er á miklum fjölda skjala um stríðið í Afganistan á síðu WikiLeaks á næstunni.

Frétt New York Post.

Julian Assange.
Julian Assange. SCANPIX SWEDEN
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert