Fékk gefins píanó frá 1785

Píanóið er svokallað „square piano“.
Píanóið er svokallað „square piano“.

Víkingi Heiðari Ólafssyni var nýlega gefið antíkpíanó, svokallað „square piano“ frá árinu 1785, og var gefandinn eldri kona sem býr fyrir neðan hann og Höllu Oddnýju kærustu hans í Oxford á Englandi.

„Þetta er alveg fríkað,“ segir Víkingur Heiðar um píanóið í ítarlegu viðtali í Sunnudagsmogganum í dag.

„Þetta er ómetanlegur gripur og ofsalega fallegur. Píanóið smíðaði maður sem hét Astor, það var sveinsstykkið hans frá Longman & Broderip-píanófabrikkunni í London, sem á þessum tíma var fremsti píanóframleiðandinn. Astor þessi varð síðar moldríkur á því að stofna Waldorf-hótelin í London og New York, en þau heita einmitt Astoria eftir honum.“


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert