Víkingi Heiðari Ólafssyni var nýlega gefið antíkpíanó, svokallað „square piano“ frá árinu 1785, og var gefandinn eldri kona sem býr fyrir neðan hann og Höllu Oddnýju kærustu hans í Oxford á Englandi.
„Þetta er alveg fríkað,“ segir Víkingur Heiðar um píanóið í ítarlegu viðtali í Sunnudagsmogganum í dag.
„Þetta er ómetanlegur gripur og ofsalega fallegur. Píanóið smíðaði maður sem hét Astor, það var sveinsstykkið hans frá Longman & Broderip-píanófabrikkunni í London, sem á þessum tíma var fremsti píanóframleiðandinn. Astor þessi varð síðar moldríkur á því að stofna Waldorf-hótelin í London og New York, en þau heita einmitt Astoria eftir honum.“