Femínistafélag Íslands lýsir yfir mikilli óánægju með að konum hafi fækkað í ríkisstjórn Íslands með ráðherrabreytingum sem nú hafa verið kunngjörðar.Þetta kemur fram í ályktun frá félaginu.
„Í tæpt ár hafa verið jöfn kynjahlutföll í ríkisstjórninni og var það í fyrsta sinn í sögu landsins. Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar er lögð mikil áhersla á jafnréttismál og þar stendur m.a.:
Áhrif kvenna í endurreisninni verði tryggð. Því mun ríkisstjórnin
beita sér fyrir því að jafna hlutfall kynjanna á öllum sviðum
samfélagsins og grípa til sértækra aðgerða sé þess þörf.
Félagið sér ekki að breytingar á ríkisstjórn séu í takt við stjórnarsáttmálann og harmar að jafnréttissjónarmið séu látin víkja þegar á hólminn er komið. Engin rök eru fyrir þvi að fresta jafnrétti fram yfir áramót."