Það kallast Hópadagur í Mývatnssveit þegar gangnamenn koma með fjárhópa af nokkrum leitarsvæðum og setja til hvíldar í Hlíðardal örskammt frá hverasvæðinu sem mest er skoðað við Námafjall.
Eldsnemma í fyrramálið er safnið síðan rekið eftir þjóðvegi um Námaskarð til Hlíðarréttar. Sundurdráttur á réttinni hefst eftir það um klukkan 9.
Um 20 stiga hiti hefur verið á Norðausturlandi síðustu dag og hefur það gert smölun erfiða bæði fyrir menn og skepnur. Að sögn heimamanna hefur þó verið til bóta, að mikið hefur blásið þegar líður á daginn og kælir það nokkuð. Hita og rykmystur er í lofti en annars frábært veður. Féð virðist þokkalega vænt.