Laugavegur göngugata í dag

Laugavegur verður göngugata í dag
Laugavegur verður göngugata í dag mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Laugavegi frá Klapparstíg, Bankastræti og Skólavörðustíg frá Bergstaðastræti verður lokað fyrir bílaumferð í dag þar sem fjölmargar uppákomur eru fyrirhugaðar í miðborginni og nágrenni í dag. Léttar hindranir verða settar upp á þessum stöðum en þverumferð bíla verður áfram leyfð um göturnar.

Vegleg dagskrá verður í miðborg Reykjavíkur núna um helgina. Hverfahátíð Miðborgar og Hlíða verður haldin á Klambratúni með danssýningum, tónlistaratriðum, skottmarkaði og fleiru. Óvæntir gestir lögreglunnar koma í heimsókn í Hegningarhúsið á Skólavörðustíg  og Brúðubíllinn sýnir leikritið Afmælisveislan í Bakarabrekkunni. Útimarkaðir og tónlistaratriði verða á Lækjartorgi og Hljómalindarreit.

Kort af götnunum sem verða lokaðar fyrir bílaumferð
Kort af götnunum sem verða lokaðar fyrir bílaumferð AF vef Reykjavíkurborgar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka