Laugavegur göngugata í dag

Laugavegur verður göngugata í dag
Laugavegur verður göngugata í dag mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Lauga­vegi frá Klapp­ar­stíg, Banka­stræti og Skóla­vörðustíg frá Bergstaðastræti verður lokað fyr­ir bílaum­ferð í dag þar sem fjöl­marg­ar uppá­kom­ur eru fyr­ir­hugaðar í miðborg­inni og ná­grenni í dag. Létt­ar hindr­an­ir verða sett­ar upp á þess­um stöðum en þverum­ferð bíla verður áfram leyfð um göt­urn­ar.

Veg­leg dag­skrá verður í miðborg Reykja­vík­ur núna um helg­ina. Hverfa­hátíð Miðborg­ar og Hlíða verður hald­in á Klambra­túni með dans­sýn­ing­um, tón­list­ar­atriðum, skott­markaði og fleiru. Óvænt­ir gest­ir lög­regl­unn­ar koma í heim­sókn í Hegn­ing­ar­húsið á Skóla­vörðustíg  og Brúðubíll­inn sýn­ir leik­ritið Af­mæl­is­veisl­an í Bak­ara­brekk­unni. Útimarkaðir og tón­list­ar­atriði verða á Lækj­ar­torgi og Hljómalind­ar­reit.

Kort af götnunum sem verða lokaðar fyrir bílaumferð
Kort af götn­un­um sem verða lokaðar fyr­ir bílaum­ferð AF vef Reykja­vík­ur­borg­ar
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert