Laugavegur göngugata í dag

Laugavegur verður göngugata í dag
Laugavegur verður göngugata í dag mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Laugavegi frá Klapparstíg, Bankastræti og Skólavörðustíg frá Bergstaðastræti verður lokað fyrir bílaumferð í dag þar sem fjölmargar uppákomur eru fyrirhugaðar í miðborginni og nágrenni í dag. Léttar hindranir verða settar upp á þessum stöðum en þverumferð bíla verður áfram leyfð um göturnar.

Vegleg dagskrá verður í miðborg Reykjavíkur núna um helgina. Hverfahátíð Miðborgar og Hlíða verður haldin á Klambratúni með danssýningum, tónlistaratriðum, skottmarkaði og fleiru. Óvæntir gestir lögreglunnar koma í heimsókn í Hegningarhúsið á Skólavörðustíg  og Brúðubíllinn sýnir leikritið Afmælisveislan í Bakarabrekkunni. Útimarkaðir og tónlistaratriði verða á Lækjartorgi og Hljómalindarreit.

Kort af götnunum sem verða lokaðar fyrir bílaumferð
Kort af götnunum sem verða lokaðar fyrir bílaumferð AF vef Reykjavíkurborgar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert