Ögmundur mun skoða málefni ECA faglega og vandlega

F15 orrustuþota.
F15 orrustuþota.

Ögmundur Jónasson, nýskipaður samgönguráðherra, hefur ekki tekið afstöðu til þess hvort hann muni gefa út reglugerð þannig að mögulegt væri að veita leyfi fyrir herþotum ECA-Program hér á landi.

„Ég ætla að skoða málið frá tveimur hliðum. Annars vegar hvort þetta samræmist stjórnarsáttmálanum, þar sem kveðið er á um að Ísland skuli framfylgja friðsamlegri utanríkisstefnu. Og þá vil ég vita meira um eðli þessarar starfsemi og um þetta fyrirtæki sem margt virðist vera á huldu um. Hins vegar vil ég skoða þetta út frá málefnum stjórnsýslunnar,“ sagði hann.

Meðal þess sem þurfi að skoða er hver viðbrögð alþjóðastofnana í flugmálum yrðu. Þetta væri ekki eins og hver önnur atvinnustarfsemi. „Ég vil fá allar staðreyndir á borðið og skoða málið faglega,“ sagði hann við Morgunblaðið í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert