Rólegt á Ljósanótt

Frá setningu Ljósanætur
Frá setningu Ljósanætur

Ró­legra var hjá lög­regl­unni á Suður­nesj­um í nótt en á sama tíma í fyrra vegna Ljósa­næt­ur­hátíðar­inn­ar sem nú stend­ur yfir í Reykjav­nes­bæ. Sex gistu fanga­geymsl­ur vegna ölv­un­ar að sögn vakt­haf­andi lög­reglu­manns en það eru færri en í fyrra.

Kvaðst hann telja veðrið hafa sitt að segja um ró­leg­heit­in en nokkuð mun hafa blásið á gesti hátíðar­inn­ar í gær. Því hafi færri verið á ferli þó að nokkuð hafi lægt með kvöld­inu.

Þá munu færri vera á hátíðinni en í fyrra en sagðist lög­reglumaður eiga von á að fleiri gesti bæri að í dag. Fjöl­skyldu­hátíðin Ljós­anótt hófst á fimmtu­dags­morg­un og lýk­ur henni annað kvöld. Er hún ár­leg­ur viðburður í bæn­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert