Sjötíu fengu sekt á leiknum

Frá landsfundi Sjálfstæðismanna þar sem fjöldi fundarmanna fékk sekt.
Frá landsfundi Sjálfstæðismanna þar sem fjöldi fundarmanna fékk sekt. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Eigendur og ökumenn sjötíu bíla fengu sekt fyrir að leggja ólöglega í Laugardalnum og í kring meðan á leik Norðmanna og Íslendinga stóð í gær. Fékk hver ökumaður fimm þúsund króna sekt eftir því sem næst verður komist.

Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er það vegna fjölda kvartana yfir ólöglega lögðum bílum á svæðinu að í seinni tíð er ekki tekið tillit til þess að fólk sem sækir atburði í dalnum telji sig knúið til að leggja ólöglega þegar erfitt er að fá stæði í nánustu nánd við þann atburð sem það sækir í dalnum.

Mátti sá mikli fjöldi fólks sem sótti leikinn í gær því hlíta lögum og reglum um bifreiðastöður eins og aðrir en greiða ellegar sekt.

Í ábendingu til mbl.is orðaði óánægður ökumaður, sem fékk sekt fyrir að leggja ólöglega á grasflöt, það svo að þetta væri „algjörlega forkastanlegt þar sem engin bílastæði var að hafa í 100 km. radíus í kringum völlin [sic].“ Munu því næstu fýsilegu stæðin hafa verið á Bifröst og á Akranesi.

Íslendingar töpuðu leiknum, 2:1.

Íslenska liðið tapaði leiknum og máttu áhorfendur sem lögðu ólöglega …
Íslenska liðið tapaði leiknum og máttu áhorfendur sem lögðu ólöglega því vart við því að fá sekt fyrir umferðarlagabrot í þokkabót. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert