Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra vill ekki skerða tekjur Ríkisútvarpsins meira.
Hún hefur ákveðinn skilning á nefndaráliti meirihluta menntamálanefndar þess efnis að takmarka þurfi umsvif RÚV á auglýsingamarkaði, en tekjumissi sé ekki hægt að bæta við núverandi aðstæður í ríkisfjármálum, segir hún í Morgunblaðinu í dag.