Rúmlega 40% landsmanna eru ánægð með störf Jóns Gnarr, borgarstjóra Reykjavíkur, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup, sem sagt var frá í fréttum Útvarpsins. Rúmlega 42% eru hvorki ánægðir né óánægðir en tæplega 17% eru óánægð með störf borgarstjóra.
Fleiri karlar eru óánægðir með störf Jóns en konur. Þá eru fleiri íbúar höfðborgarsvæðisins óánægðir með borgarstjóra en íbúar landsbyggðarinnar. Yngra fólk er mun ánægðara með störf Jóns en þeir sem eldri eru og þeir sem styðja ríkisstjórnina eru ánægðari með Jón en þeir sem styðja hana ekki.