Rimaskóli Norðurlandameistari barnaskólasveita í skák

Skáksveit Rimaskóla ásamt Helga Árnasyni, skólastjóra.
Skáksveit Rimaskóla ásamt Helga Árnasyni, skólastjóra. mbl.is

Skáksveit Rimaskóla sigraði á Norðurlandamóti barnaskólasveita sem fram fór um helgina í Osló í Noregi. Sveitin sigraði finnsku sveitina 3½-½ í lokaumferðinni og hlaut 15 vinninga, 1½ vinningi meira en Danir sem höfnuðu í öðru sæti.

Oliver Aron Jóhannesson, Jón Trausti Harðarson og Kristinn Andri Kristinsson unnu í lokaumferðinni en Dagur Ragnarsson gerði jafntefli á fyrsta borði. Jón Trausti og Oliver unnu allar sínar skákir, fimm að tölu og Kristinn Andri fékk þrjá vinninga í þremur skákum.

Lokastaðan var sem hér segir:

1. Rimaskóli 15½ vinningar
2. Danmörk 14
3. Noregur I 9½
4. Svíþjóð 9
5. Noregur II 8½
6. Finnland 3½

Sveit Rimaskóla skipa Dagur Ragnarsson (1½ vinningur af fimm), Oliver Aron Jóhannesson (fimm vinningar af fimm), Jón Trausti Harðarson (fimm vinningar af fimm), Kristófer Jóel Jóhannesson (einn vinningur af tveimur) og Kristinn Andri Kristinsson (þrír vinningar af þremur). Liðsstjóri var Hjörvar Steinn Grétarsson en fararstjóri var Helgi Árnason, skólastjóri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert