Tugþúsundir á Ljósanótt

Tugþúsundir sóttu Ljósanótt í Reykjanesbæ að þessu sinni að sögn …
Tugþúsundir sóttu Ljósanótt í Reykjanesbæ að þessu sinni að sögn aðstandenda. Solvi Logason

Dag­skrá Ljósa­næt­ur hef­ur farið vel fram og tugþúsund­ir bæj­ar­búa og gesta skemmtu sér vel að sögn aðstand­enda hátíðar­inn­ar. Kom ekki að sök að veðurguðirn­ir hafi ham­ast á hátíðarsvæðinu með roki og rign­ingu, eins og seg­ir í til­kynn­ingu frá hátíðinni. Lét fólk veðrið ekki aftra sér frá því að skemmta sér á hátíðinni og stóðst öll dag­skrá þrátt fyr­ir að á móti blési.

Dag­skrá hátíðar­inn­ar stóðst öll þrátt fyr­ir veður, sem fólk lét hafa lít­il áhrif á sig. Eitt­hvað færri voru á hátíðinni í ár en und­an­far­in ár og er það að mati aðstand­enda ör­ugg­lega vegna veðurs­ins.

Dag­skrá gær­dags­ins náði hápunkti sín­um með flug­elda­sýn­ingu og vildi þá svo heppi­lega til að veðrið lægði rétt fyr­ir sýn­ingu. Þar áður léku á stóra sviðinu Hjaltalín og Páll Óskar, Manna­korn og Ell­en Kristjáns­dótt­ir og Suður­nesja­sveit­in Hjálm­ar.

Mik­ill fjöldi gesta fyllti miðbæ­inn upp úr há­degi og mettþát­taka var í hinni ár­legu ár­ganga­göngu niður Hafn­ar­göt­una og að hátíðarsvæði þar sem form­leg dag­ská hófst.

Hvert ein­asta rými við Hafn­ar­göt­una og í ná­grenni hátíðarsvæðis­ins er notað fyr­ir list­sýn­ing­ar og menn­ing­ar­viðburði ým­is­kon­ar. Í sölutjöld­um er verið að selja hand­verk og á hátíðarsviði sem stóð við Ægis­göt­una voru úti­tón­leik­ar bæði í gær­kvöldi og á föstu­dags­kvöld. Þá var boðið upp á kjötsúpu sem þúsund­ir nýttu sér.

Ljós­anótt lýk­ur í dag með hátíðar­tón­leik­um í Stapa þar sem fram koma kór­ar og söng­fólk af svæðinu ásamt hljóm­sveit.

Flugeldasýningin.
Flug­elda­sýn­ing­in. Solvi Loga­son
Tónleikar á Ljósanótt.
Tón­leik­ar á Ljós­anótt. mbl.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert