Bankarnir skuldi skýringar

Sigríður Ingibjörg segir kyrrstöðusamninga vekja upp tortryggni í samfélaginu.
Sigríður Ingibjörg segir kyrrstöðusamninga vekja upp tortryggni í samfélaginu. Ómar Óskarsson

„Það þurfa að koma skýringar frá bönkunum í hvaða tilvikum þeir telja eðlilegt að gera svona samninga. Hver eru rök þeirra fyrir því? Er þetta eitthvað sem öll fyrirtæki sem eru í svipaðri aðstöðu eiga rétt á?“ spyr Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður Samfylkingar um kyrrstöðusamning Gaums.

„Á þessari stundu get ég ekki metið hvort að þetta eru eðlilegir viðskiptahættir af hálfu bankans eða ekki. Það er hins vegar full ástæða til að fá skýr svör við því. Fjöldi heimila og fyrirtækja glíma við mjög erfiða skuldastöðu og fyrirgreiðslur til aðila sem hafa valdið miklu tjóni vekja auðvitað alltaf upp tortryggni og reiði.

Nú er að koma fram ítrekað að samkvæmt lögum eiga ógjaldfær fyrirtæki að fara í þrot. Það gerir þessa tegund samninga enn þá tortryggilegri. Mikilvæg forsenda hagvaxtar er að endurskipulagningu fyrirtækja verði flýtt og ég hef efasemdir um að samningar af þessum toga stuðli að því,“ segir Sigríður Ingibjörg.

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert