„Vegna ítrekaðra rangfærslna um skuldastöðu Fjárfestingarfélagsins Gaums ehf., í fjölmiðlum undanfarna daga, skal tekið fram að beinar skuldir félagsins eru um 6 milljarðar króna,“ segir í tilkynningu Kristínar Jóhannesdóttur vegna umræðu um Gaum síðustu daga.
„Hvað varðar ábyrgðarskuldbindingar vegna 1998 ehf., þá hefur Arion banki tekið yfir Haga hf. Eins og kunnugt er, er söluferli framundan hjá félaginu. Við söluna mun væntanlega koma í ljós, hvað kemur uppí skuldir 1998 ehf., ekki fyrr,“ segir í yfirlýsingunni sem er undir yfirskriftinni „Er sannleikurinn sagna verstur?“.
Ekki náðist í Kristínu vegna málsins í gær.