Brýtur gegn gjaldþrotalögum

Vilhjálmur Bjarnason.
Vilhjálmur Bjarnason. Ljósmynd/Brynjar Gauti

Vilhjálmur Bjarnason, framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta, telur að kyrrstöðusamningur Arion banka við Gaum sé óeðlilegur. Máli sínu til stuðnings vísar Vilhjálmur til gjaldþrotalaga en hann segir að samkvæmt þeim beri að taka gjaldþrota félag til gjaldþrotaskipta.

„Samkvæmt gjaldþrotalögum ber að taka svona félag til gjaldþrotaskipta. Stjórn félags sem er gjaldþrota ber að gefa það upp til skipta. Aðaleigandi félagsins er búinn að lýsa því yfir að það séu engar eignir í búinu,“ sagði Vilhjálmur.

En eins og rakið er í Morgunblaðinu í dag telur Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, að umræddur kyrrstöðusamningur feli í sér sambærilega meðferð gagnvart skuldurum og í tilviki einstaklinga sem skuldi bankanum húsnæðislán.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert